fimmtudagur, júní 12, 2003

"You have been admitted..." Mamma hringdi í mig rétt fyrir 17 í dag og sagði að bréf hefði borist til mín frá Álaborg. Ég gat náttúrulega ekki beðið og bað hana um að opna bréfið í snarhasti sem hún og gerði. Þannig að biðinni er lokið, ég er að öllum líkindum á leið til Danmerkur í haust. Nú er bara að finna húsnæði. Annars er mamma búin að vera að lesa þetta eitthvað sem fékk frá þeim og hún gat ekki betur skilið en ég ætti að lesa einhverjar þrjár bækur áður en sjálft námið hefst. Aldrei hefur mér verið sett fyrir áður skólinn byrjar en ég hef svo sem aldrei áður farið í nám á MA stigi. En þetta kemur betur í ljós á morgun þegar ég fæ bréfið í hendurnar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home