fimmtudagur, júní 05, 2003

Mér finnst alveg skelfilega leiðinlegt að keyra bíl. Ekki bætir það nú úr skák þegar maður er einn á langferð. Verstir eru þó allir vitleysingjarnir sem fá að leika lausum hala á þjóðvegum landsins. Rauður Volkswagen með tjaldvagn tók fram úr mér á leið upp blindhæð í Hrútafirðinum, hvítur bíll tók fram úr mér og öðrum í svartaþoku á Holtavörðuheiðinni. Fleiri orð eru ekki þörf.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home