fimmtudagur, júní 26, 2003

Lítið búið að vera um blogg undanfarið. Lenti í smá krísu sem ég vildi ekki tjá mig um á þessum vettvangi svo ég sleppti þessu bara alveg. En nú er það mál leyst og komin betri tíð með sól í sinni.
Ég er byrjuð að lesa bækurnar sem ég á að lesa fyrir skólann, þ.e. eina þeirra. "Theory and methods in political science" er nú ekkert að gera stormandi lukku en ég þvælist í gegnum þetta. Þetta er einhver grunnbók í stjórnmálafræði um þurrar kenningar sem ég verð víst að lesa þar sem ég tók enga stjórnmálafræði í BA. Annars er ég búin að panta far til Kaupamannahafnar í haust, brottför er áætluð fimmtudaginn 28. ágúst kl. 7:30. Húsnæðismálin virðast líka að vera ganga upp, ég er númer 3 á einum biðlista og aðeins neðar á nokkrum. Þetta er því að verða ansi raunverulegt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home