sunnudagur, júní 08, 2003

Í gærkvöldi héldum við smá teiti heima í tilefni af því að Ása vinkona flytur til Danmerkur eftir viku. Þetta var fínt nema að heiðursgesturinn Ása fékk skyndilega í magann og komst ekki með. Það er nú reyndar að verða komið nóg af djammi. Venjulega fer ég út svona eina helgi í mánuði en núna er það öfugt, ég hef verið heima eina helgi. Næstu helgi er reyndar djamm fyrir norðan eða á mánudeginum en markmiðið er að gera ekki neitt helgina eftir það.
En allavega, núna sit ég hér hálfþunn að taka aukavakt en ég átti ekki að vera vinna í dag. Veit ekki alveg hvað ég var að pæla. En stórhátíðarkaupið er ágætt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home