föstudagur, mars 07, 2003

Þvottavélin mín er orðin heilbrigð aftur og Addi rafvirki er óumdeilanlega maður dagsins. Ferðalagið upp í Breiðholt reyndist því ekki vera nauðsynlegt. Þvottavélin virðist þó hafa smitað mig af veikindum sínum, ég er komin með smá hálsbólgu og kvef. Mér er nú farið að þykja nóg um, þetta er í annað skiptið á þessu ári sem ég fæ þessa kvilla. Ég verð að fara að gera eitthvað í þessu eins og að borða hollan mat og hreyfa mig og sjá hvert það leiðir mig.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home