fimmtudagur, mars 06, 2003

Þvottavélin mín er biluð og eins og þeir vita sem upplifað hafa er það mjög bagalegt. En ég á góða að. Addi fyrrverandi rafvirki vinur afa og ömmu ætlar að sjá hvað hann getur gert fyrir mig. Þau þekkjast frá því þau voru saman í Reykjaskóla fyrir rúmum 50 árum. Ég sé að ég verð að reyna að halda meiri sambandi við skólafélaga mína svo þeir geti aðstoðað barnabörnin mín í framtíðinni. En nú skal haldið heim á leið í rúmið eftir langa nótt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home