laugardagur, mars 01, 2003

Gerðum okkur pínulítinn dagamun í gær og fórum út að borða. Fengum okkur kínverskan og meira að segja vínflösku með. Matuinn var fínn, sérstaklega kjúklingurinn með cashew hnetunum en núðlurnar hefðu mátt vera bragðmeiri. Síðan fórum við á Hverfisbarinn þar sem ég hitti hana Heiðrúnu frænku mína sem ég hef ekki hitt í háa herrans tíð. Miklir fagnaðarfundir það. Fengum okkur nokkra bjóra en ég var ekki alveg í fílingnum svo að ég fór bara heim um miðnætti. Minn "betri helmingur" hitti hinsvegar eitthvað fólk svo að ég fékk ekki samviskubit að fara svona snemma heim. Við erum að verða eins og hjón, búnar að búa alltof lengi saman. Eins gott að það tekur bráðum enda.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home