þriðjudagur, nóvember 19, 2002

Þegar ég var á leiðinni heim úr vinnunni í gærkvöldi gekk ég eins og venjulega Seljaveginn að Héðinshúsinu og svo inn Nýlendugötuna. Við Héðinshúsið, þar sem Loftkastalinn er og 10/11 búð, var maður að gera þarfir sínar. Þarna stóð hann kl. 23 á mánudagskvöldi og pissaði eins og ekkert væri, reyndar snéri hann bakinu í götuna. Í hvers konar rustahverfi bý ég??

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home